Laugardagurinn 17. nóvember 2018

Stóra upplestrarkeppnin 2017

Júlía og AnítaÍ vikunni eftir að sjöundi bekkur kom frá Reykjum var lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Grensáskirkju haldin. Þar kepptu bestu upplesarar í sjöundu bekkjum í Breiðagerðisskóla, Fossvogsskóla, Vogaskóla, Langholtsskóla og Laugalækjarskóla um hver væri nú þeirra fremstur í listinni að lesa upp. Áður höfðu allir nemendur í 7. bekk í Breiðagerðisskóla keppt um sæti í úrslitakeppninni. Það voru Júlía Rafnsdóttir og Aníta Hjaltadóttir sem voru hlutskörpust og  Ágúst Breki Eldjárn Stefánsson varð í þriðja sæti. Júlía og Aníta lásu síðan fyrir skólann í lokakeppninni. Þær voru skólanum sínum til sóma. Lásu vel þótt ekki hafi þær lent í einu af þrem efstu sætunum. Sigurvegarinn þetta árið kom úr Fossvogsskóla.  

Íslenskuverðlaun unga fólksins

Frá afhendingu íslenskuverðlaunannaÞann sextánda nóvember, á degi íslenskrar tungu voru Íslenskuverðlaun unga fólksins veitt í Hörpu. Þá tók fríður hópur nemenda í grunnskólum Reykjavíkur sem hafa með einhverjum hætti skarað fram úr í tungumálinu okkar. Ýmist hafa þau tekið undraverðum framförum á stuttum tíma eða vakið athygli fyrir snjalla beitingu tungumálsins. Guðrún Dís, nemandi í 7. bekk var útnefnd til verðlaunanna af hálfu skólans að þessu sinni. Eftirfarandi rökstuðningur fyrir valinu sendur frá skólanum.

Kaffiauglýsing

KaffiauglysingÞessir drengir í sjöunda bekk sátu í mestu makindum úti á skólalóð um daginn og drukku kaffi. Ekki er nú allt sem sýnist því drengirnir drekka alls ekki kaffi. Þeir voru nefnilega að vinna skólaverkefni sem fólst í því að gera auglýsingu. Þeirra verkefni var að auglýsa kaffi. Á myndinni hér fyrir neðan er annar hópur að störfum en þeir voru að gera auglýsingu um stóla.

Hjálpsamir 7. bekkingar

GangavinirNemendur í sjöunda bekk eru til mikillar fyrirmyndar því þeir eru hjálpsamir með eindæmum og hjálpa bæði ungum sem öldnum.

Grunnskólamótið í knattspyrnu 2016

Í liðinni viku tóku nemendur í 7. bekk þátt í grunnskólamótinu í knattspyrnu. Eitt drengjalið og eitt stúlknalið tóku þátt fyrir hönd skólans og voru bæði liðin skólanum til mikils sóma.

Skólabragur

Hvernig sköpum við
góðan skólabrag.

Sjá hér.

Skólaþróun

Hvernig þróum við skólastarfið?

Sjá hér.