Laugardagurinn 17. nóvember 2018

Tónlist að vori í 6. bekk

Annar tónlistarhópurinnTónlistin hefur ráðið ríkjum í sjötta bekk síðustu tvær vikur. Þá komu Þórdís Heiða og Hildur Guðný í skólann ásamt aðstoðarmönnum úr Listaháskóla Íslands. Nemendur unnu tónverk með þeim sem þeir síðan fluttu á sal skólans. Fyrra tónvekið fjallaði um sumarið og hitt um það að þroskast og dafna. Annars er sjón og heyrn sögu ríkari. Hér fyrir neðan eru tónverkin tvö sem unnin voru. 

Tóbakslaus bekkur 2016

Tóbakslaus bekkurEmbætti landlæknisembættisins stendur árlega fyrir samkeppni meðal sjöundu bekkja undir heitinu Tóbakslaus bekkur. Í ár tóku hvorki meira né minna en 250 bekkir þátt og þar á meðal var sjöundi bekkur í Breiðagerðisskóla. Tíu verkefni unnu til verðlauna. Sjöundi bekkur í Breiðagerðisskóla var einn verðlaunahafa og óskum við þeim hjartanlega til hamingju með árangurinn. Hér fyrir neðan má sjá verðlaunaverkefnið. 

Stóra upplestrarkeppnin 2016

Sigurvegarar í Stóru upplestrarkeppninni í BreiðagerðisskólaÍ marsmánuði ár hvert tekur sjöundi bekkur þátt í Stóru upplestrarkeppninni. Fyrst fer fram undankeppni þar sem allir nemendur skólans taka þátt. Síðan keppa þeir sex nemendur sem best þóttu lesa í undankeppninni um réttinn til að keppa fyrir skólans hönd í úrslitunum. Þar etja þau kappi við bestu lesarana í nágrannaskólunum. Það voru Emilía, Davíð og Helga sem þóttu lesa best.

Námskynning

SamfélagsfræðinÞessa vikuna og eitthvað fram í næstu viku eru námskynningar fyrir foreldra. Núna í morgun var sjöundi bekkur með sína kynningu. Þau ákváðu að hafa IKEA stílinn á sinni kynningu. Gestir gengu á milli bása þar sem hver námsgrein fékk sinn bás. Nemendur sátu við básana og sögðu frá námsgreininni. Það var ekki annað að sjá en að foreldrar hafi verið áhugasamir um námsgreinarnar.

Skólabragur

Hvernig sköpum við
góðan skólabrag.

Sjá hér.

Skólaþróun

Hvernig þróum við skólastarfið?

Sjá hér.