Laugardagurinn 17. nóvember 2018

Ást gegn hatri

Frá fræðslukvöldinuÍ tilefni af baráttudegi gegn einelti þann 8. nóvember stóð Foreldrafélag Breiðagerðisskóla fyrir heimsókn feðginanna Selmu og Hermanns í skólann. Selma ræddi við nemendur á mánudeginum og deildi með þeim átakanlegri reynslu sinni af einelti. Hún sagði frá reynslu sinni á af yfirvegun og án alls biturleika.

Hausthátíð 2016

hausthatid2016 introForeldrafélag Breiðagerðisskóla stóð fyrir hausthátíð í septembermánuði. Eins og venjulega var hægt að gera ýmislegt sér til gamans og gagns. Að þessu sinni heimstóttu hjólreiðakappar miklir hátíðina og sýndu listir sínar á BMX hjólum. Veltibíllinn var á svæðinu og auðvitað var sápubrautin sett upp á hólnum. Fulltrúar nokkurra íþróttafélaga kynntu hvað þau höfðu upp á að bjóða og lúðrasveitin flutti nokkur lög. Þeir sem urðu svangir gátu heimsótt sjöundu bekkina upp í sal því þar voru þau að selja góðgæti ýmiskonar.

Tilnefning til foreldraverðlauna Heimilis og skóla

LogoÞað er ánægjulegt frá því að segja að foreldrafélög Breiðagerðisskóla, Fossvogsskóla og Háaleitisskóla fengu tilefningu til foreldraverðlauna Heimilis og skóla. Þótt félögin hafi ekki fengið verðlaunin sjálf þá er tilnefningin óneitanlega hvatning til að halda áfram á sömu braut. Tilnefninguna fengu foreldrafélögin fyrir fræðslufund sem haldinn var í Breiðagerðisskóla í febrúar núna á haustönninni.

Fræðslukvöld fyrir foreldra nemenda af erlendum uppruna

Kæru foreldrar/forráðamenn (English below)
Kalakip dito ang bersyong nakasalin sa wikang Filipino
Se adjunta versión en español.
Kèm theo đây là bản dịch tiếng Việt.
Załączono wersję w języku polskim

Fræðslufundur fyrir foreldra af erlendum uppruna verður haldinn í hátíðarsal Breiðagerðisskóla þann 4. febrúar 2016 kl 19:30.
Erindin verða haldin á íslensku og túlkar verða á staðnum fyrir þá sem þurfa.

Skreytum piparkökuhús

PiparkökuhúsKæru foreldrar/forráðamenn


Komum saman í skólanum og skreytum piparkökuhús laugardaginn 28. nóvember kl 14-16.
Foreldrafélagið verður með samsett piparkökuhús og piparkökur til sölu á vægu verði og glassúr verður á borðunum.

Takið daginn frá!

Foreldrafélag Breiðagerðisskóla

Skólabragur

Hvernig sköpum við
góðan skólabrag.

Sjá hér.

Skólaþróun

Hvernig þróum við skólastarfið?

Sjá hér.