Skip to content

Hausthátíð og Ólympíuhlaupið 2018

Veðrið hefur leikið við okkur tvo síðustu daga vikunnar. Sem var heppilegt því hausthátíð foreldrafélagsins var á fimmtudeginum og Ólympíuhlaup ÍSÍ á föstudeginum. Að venju var vel mætt á hausthátíðina. Veltibíllinn kom, yngri nemendur fengu andlitsmálningu hjá þeim eldri, BMX hjól mættu og sýndu listir sínar, skólalúðrasveitin tók nokkur lög og síðan renndu nemendur sér niður Álfhólinn í sápurennibrautinni. Eftir fyrri frímínúturnar var Ólympíuhlaup ÍSÍ. Allir nemendur skólans hlupu einn 2,5 km langan hring og sumir hlupu tvo í glaða sólskini. Það var ekki amalegt að ljúka skólavikunni með þessum hætti. Hér fyrir neðan er örklippa frá báðum viðburðunum.

Skolahlaup_hausthatid from Breidagerdisskoli on Vimeo.