Skip to content

Grunnskólamótið í skák 2019

Síðastliðinn laugardag tók skáksveit Breiðagerðisskóla þátt í Íslandsmóti barnaskólasveita í skák fyrir 4.-7. bekk. Skemmst er frá því að segja að sveitin stóð sig frábærlega, endaði í 5. sæti af 37 liðum og sló við mörgum mjög sterkum sveitum eins og Íslandsmeisturum síðasta árs í Álfhólsskóla. Liðsmenn skáksveitar Breiðagerðisskóla voru Einar Dagur 4. bekk, Davíð 6. bekk, Gunnar Aðalsteinn 3. bekk og Jóhann Fróði 6. bekk. Árangur sveitarinnar er eftirtektarverður því Einar Dagur og Gunnar Aðalsteinn eru báðir mjög ungir miðað við aldur annarra keppenda en hafa báðir verið duglegir að æfa skák að undanförnu. Davíð og Jóhann Fróði byrjuðu svo báðir bara að tefla fyrir alvöru síðastliðið haust eftir að þeir byrjuðu í skáktímum í skólanum. Þannig má segja að sveitin sé óvenulega sterk miðað við litla reynslu. Áhorfendur og skákstjórar mótsins voru sammála um að skáksveit Breiðagerðisskóla ætti framtíðina fyrir sér á skólamótum sem þessum.