Skip to content

Grunnskólamótið í knattspyrnu 2018

Í síðustu viku tóku nemendur í 7. bekk þátt í Grunnskólamóti KSÍ í knattspyrnu. Bæði stelpu- og strákaliðið stóðu sig vel og voru skólanum sínum til sóma. Allt voru þetta hörkuleikir. Það er nú sjaldnast svo að allir leikir endi með sigri. Stelpurnar sigruðu Vættaskóla, Háaleitisskóla og Selásskóla og komust í undanúrslit. Þar féllu þær úr keppni.  Strákarnir spiluðu á móti Háaleitisskóla, Kelduskóla, Selásskóla og Vættaskóla. Þeir töpuðu þremur leikjum og unnu einn. Það nægði þeim ekki til að komast áfram í undanúrslitin.