Skip to content

Göngum í skólann 2021

Á hverju ári tekur Breiðagerðisskóli þátt í verkefni íþrótta- og ólympíusambandsins sem heitir Göngum í skólann  sem hefst miðvikudaginn 8. september. Fátt stuðlar nefnilega betur að vellíðan en hreyfing og virkur ferðamáti er einfaldasta leiðin til að njóta hreyfingar. Virkur ferðamáti er auðvitað það að nota eigið vöðvaafl til að koma sér á milli staða. Til dæmis með því að ganga eða hjóla. Það er ansi margt sem mælir með þátttökunni því með henni hvetjum við til aukinnar hreyfingar í daglegu lífi, stuðlum að heilbrigðari lífsvenjum og betri loftgæðum, aukum samfélagsvitund og aukum á öryggi barnanna í umferðinni því ef allir taka þátt dregur úr umferðinni í kringum skólann.

Nú skulum við öll gefa bílnum frí og göngum eða hjólum í skólann.