Skip to content
29 mar'19

Skákmeistari Breiðagerðisskóla 2019

Núna í morgun föstudaginn 29. mars var skólaskákmót Breiðagerðisskóla haldið. Nemendum í 4. – 7. bekk bauðst að taka þátt og nemendum í þriðja bekk sem æfa skák. Þátttakan var einstaklega góð. Svo góð að morguninn var rólegur í kennslunni hjá mörgum kennurum. Þátttakendur voru 103 talsins. Tefldar voru sex umferðir og umhugsunartími var fimm…

Lesa meira
27 mar'19

Boðsundsmót grunnskólanna 2019

Þriðjudaginn 26.mars var haldið boðsundskeppni Grunnskólanna í Laugardalslaug. Um 50 skólar tilkynntu þátttöku sína í ár og einn af þeim var Breiðagerðisskóli. Mótið fer þannig fram að í hverju liði eru fjórir strákar og fjórar stelpur. Hver sundmaður syndir síðan eina leið eða 25 m. Okkar liði gekk glimrandi vel og urðu þau í átjánda…

Lesa meira
26 mar'19

Upplestrarkeppnin 2018

Á miðvikudaginn í síðustu viku var lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar haldin í Grensáskirkju. Þar kepptu Agnes og Una í 7. bekk fyrir Breiðagerðisskóla við bestu upplesarana í 7. bekkjum í nágrannaskólunum. Viktor var síðan varamaður, tilbúinn til að hlaupa í skarðið ef aðallesari forfallaðist. Þau þrjú höfðu áður orðið hlutskörpust í innanskólakeppninni hér í skólanum. Eins…

Lesa meira
22 mar'19

Grunnskólamótið í skák 2019

Síðastliðinn laugardag tók skáksveit Breiðagerðisskóla þátt í Íslandsmóti barnaskólasveita í skák fyrir 4.-7. bekk. Skemmst er frá því að segja að sveitin stóð sig frábærlega, endaði í 5. sæti af 37 liðum og sló við mörgum mjög sterkum sveitum eins og Íslandsmeisturum síðasta árs í Álfhólsskóla. Liðsmenn skáksveitar Breiðagerðisskóla voru Einar Dagur 4. bekk, Davíð…

Lesa meira
08 mar'19

Öskudagur 2019

Á miðvikudaginn í síðustu viku var einn af skemmtilegri skóladögum skólaársins, öskudagur. Það fór lítið fyrir lestri, skrift og reikningi þann dag. Húsið fylltist af allra handa kynjaverum sem ferðast frjálst um húsið. Víða um skólann voru stöðvar þar sem verurnar gátu fundið sér eitthvað að gera. Í salnum stjórnaði eitthvað fólk sem enginn þekkti…

Lesa meira
01 mar'19

Öskudagur 2019

Á öskudegi er hefð fyrir því í Breiðagerðisskóla að nemendur og starfsfólk  mæti furðulega til fara. Margt er sér til gamans gert á þessum degi s.s. leikir, bingó, spil, dans, borðtennis, limbó, vinabandagerð, listasmiðjur í textílstofu og myndmenntastofu o.fl. Ekki er nauðsynlegt að kaupa dýra búninga, gömul föt gera sama gagn og vekja alltaf mikla…

Lesa meira
22 jan'19

Lestrarátak Ævars

Nú er lestrarátak Ævars vísindamanns í fullum gangi. Skólasafnið hvetur auðvitað alla til að vera með í lestrarátakinu í ár. Nú fer hver að verða síðastur því þetta er síðasta lestrarátakið sem Ævar stendur fyrir. Hér fyrir neðan eru reglurnar. Lestrarmiðana er hægt að fá á skólasafninu. Lestu það sem þig langar til að lesa.…

Lesa meira
17 des'18

Skólasafn í desember

Ýmislegt  hefur verið brallað  á safninu í endaðan nóvember og desember.  Við fengum ýmsa rithöfunda í heimsókn sem alltaf er skemmtilegt og vel þegið af nemendum um leið og það er án nokkurs vafa hvetjandi til lesturs. Eins og svo oft áður  gáfu  nemendur höfundum  gott hljóð og voru áhugasamir. Síðan fengum við heimsókn fá…

Lesa meira
12 des'18

Myndlistarverkefni í 4. bekk – 2018

Fjórða bekk bauðst að taka þátt í myndlistarsmiðju í samstarfi við Myndlistaskólann í Reykjavík. Elinóra myndmenntakennari og umsjónakennarar í árganginum tóku boðinu fagnandi og skiptu nemendum í hópa. Hóparnir lögðu síðan land undir fót og unnu verkefnið í húsnæði myndlistaskólans undir handleiðslu myndlistakennara skólans. Það var heilmikil upplifun fyrir krakkana að koma í myndlistaskólann. Þar…

Lesa meira
05 des'18

Tónlist á aðventu

Það er aldrei of mikið af tónlist. Sérstaklega ekki á aðventunni. Í skólanum er fjöldi nemenda að læra á hljóðfæri og okkur datt í hug að bjóða þeim að spila lögin sín fyrir nemendur sem eru mættir snemma í skólann og eru að bíða eftir fyrstu kennslustund. Sigrún tónmenntakennari raðaði nemendum niður á nokkra daga…

Lesa meira