Skip to content
12 ágú'20

Fréttir í upphafi skólaárs 2020 – 2021

Mannabreytingar Það verða ekki miklar breytingar á starfsliði Breiðagerðisskóla þetta haustið en einhverjar þó. Nokkrir starfsmenn skipta reyndar um hlutverk og síðan erum við að leita að einum stuðningsfulltrúa og kennara í tímabundnar afleysingar. Guðlaug Ólafsdóttir aðstoðarskólastjóri lét af störfum í vor vegna aldurs og Auður Huld Kristjánsdóttir tekur við starfi hennar. Auður er öllum…

Lesa meira
11 ágú'20

Skólabyrjun 2020

Skólasetning verður mánudaginn 24. ágúst. Hún getur ekki orðið með hefðbundnum hætti vegna Covid-19 ráðstafana. Venjan hefur verið sú að foreldrar hafa fylgt börnum sínum á skólasetningu en því miður þurfum við að lágmarka umferð um skólann. Þess vegna koma nemendur einir á skólasetningu í þetta skiptið. Skólasetning verður á eftirfarandi tímum: 2. bekkur kemur…

Lesa meira
04 jún'20

Skólaslit

Nú líður að lokum þessa sérstaka skólaárs. Skólalokin verða einnig með öðru sniði en venjulega. Foreldrar geta ekki verið viðstaddir skólaslitin þetta vorið. Það á einnig við um foreldra nemenda í 7. bekk. Eins og venjulega hefur mikið safnast af óskilafatnaði. Honum hefur verið stillt upp í búningsklefum við íþróttahúsið. Þangað getið þið farið og leitað…

Lesa meira
22 maí'20

Stóra upplestrarkeppnin 2018

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í Grensáskirkju í vikunni. Aðstæður voru ólíkar því sem þær hafa nokkru sinni verið áður því örfáir áheyrendur fengu að vera viðstaddir. Engu að síður var þetta alvöru keppni eins og alltaf. Davíð Ómar og Oddný úr sjöunda bekk kepptu fyrir Breiðagerðisskóla og stóðu þau sig prýðisvel. Krisleifur var einnig…

Lesa meira
29 apr'20

Skipulag skólastarfs frá 4. maí 2020

Þann fjórða maí kemst skólastarf að mestu leiti í hefðbundið horf en þó ekki alveg. Allt sem lýtur að nemendum verður eins og var fyrir samkomubann en áfram gilda ýmsar takmarkanir sem varða fullorðna. Ennþá er mælst til þess að skólinn takmarki utanaðkomandi umferð um húsnæðið og starfsfólki er gert að halda tveggja metra fjarlægð…

Lesa meira
28 apr'20

Framkvæmdir í skólanum

Framkvæmdir í skólanum Lengi höfum við beðið eftir úrbótum á hljóðvistinni í salnum okkar. Salurinn var auðvitað hannaður í sínum tíma sem hátíðarsalur fyrir leiksýningar og tónlistarflutning og er bara ágætur sem slíkur. Um aldamótin voru síðan sett upp mötuneyti í alla skóla og það var einnig gert í Breiðagerðisskóla. Síðan þá hefur salurinn verið…

Lesa meira
28 apr'20

Upplestrarkeppnin 2019 – 2020

Upplestrarkeppnin 2019 – 2020 Þann tíunda mars var Stóra upplestrarkeppnin haldin í skólanum. Stóra upplestrarkeppnin er árviss viðburður í sjöunda bekk þar sem allir nemendur æfa sig í vönduðum upplestri og keppa síðan í upplestri. Fyrst lesa allir inni í bekk og nokkrir sem þykja sérstaklega góðir keppa síðan í upplestri í hátíðarsalnum okkar. Sigurvegararnir…

Lesa meira
28 apr'20

Skákmeistari Breiðagerðisskóla 2019 – 2020

Skákmeistari Breiðagerðisskóla 2019 – 2020 Rétt áður en samkomubannið skall á með öllu sem því fylgdi náðum við að lauma í dagskránna hjá okkur einu stykki skólaskákmóti. Þann 13. mars á föstudagsmorgni mættu um það bil 90 nemendur upp í sal. Allir stefndu auðvitað að því að vera krýndur skákmeistari Breiðagerðisskóla. Það er nú samt…

Lesa meira
23 mar'20

Skipulag skólastarfs – endurskoðað 14. apríl

Vegna forfalla starfsmanna þurfum við því miður að skerða skóladaginn enn frekar til að við uppfyllum tilmæli sóttvarnarlæknis og almannavarna um aðgerðir til að loka sem mest á smitleiðir innan skólans. Skóladagur nemenda skerðist. List- og verkgreinar ásamt íþrótta- og sundkennslu fellur niður. Mötuneytið lokar og nemendur mæta með nesti. Gæsla á morgnana fyrir yngstu…

Lesa meira
16 mar'20

Skipulag skólastarfs til 12. apríl

Ágætu foreldrar / forráðamenn Eins og öllum er vonandi kunnugt hafa fyrirmæli yfirvalda um takmörkun á skólahaldi og samkomubann tekið gildi. Þessi fyrirmæli gilda frá 16. mars – 12. apríl. Fyrirmælin um framkvæmd skólahalds eru þau að hver námshópur má ekki vera stærri en 20. nemendur og okkur ber að halda nemendahópunum aðgreindum. Jafnframt þurfa…

Lesa meira