22 jan'19

Lestrarátak Ævars

Nú er lestrarátak Ævars vísindamanns í fullum gangi. Skólasafnið hvetur auðvitað alla til að vera með í lestrarátakinu í ár. Nú fer hver að verða síðastur því þetta er síðasta lestrarátakið sem Ævar stendur fyrir. Hér fyrir neðan eru reglurnar. Lestrarmiðana er hægt að fá á skólasafninu. Lestu það sem þig langar til að lesa.…

Lesa meira
17 des'18

Skólasafn í desember

Ýmislegt  hefur verið brallað  á safninu í endaðan nóvember og desember.  Við fengum ýmsa rithöfunda í heimsókn sem alltaf er skemmtilegt og vel þegið af nemendum um leið og það er án nokkurs vafa hvetjandi til lesturs. Eins og svo oft áður  gáfu  nemendur höfundum  gott hljóð og voru áhugasamir. Síðan fengum við heimsókn fá…

Lesa meira
12 des'18

Myndlistarverkefni í 4. bekk – 2018

Fjórða bekk bauðst að taka þátt í myndlistarsmiðju í samstarfi við Myndlistaskólann í Reykjavík. Elinóra myndmenntakennari og umsjónakennarar í árganginum tóku boðinu fagnandi og skiptu nemendum í hópa. Hóparnir lögðu síðan land undir fót og unnu verkefnið í húsnæði myndlistaskólans undir handleiðslu myndlistakennara skólans. Það var heilmikil upplifun fyrir krakkana að koma í myndlistaskólann. Þar…

Lesa meira
05 des'18

Tónlist á aðventu

Það er aldrei of mikið af tónlist. Sérstaklega ekki á aðventunni. Í skólanum er fjöldi nemenda að læra á hljóðfæri og okkur datt í hug að bjóða þeim að spila lögin sín fyrir nemendur sem eru mættir snemma í skólann og eru að bíða eftir fyrstu kennslustund. Sigrún tónmenntakennari raðaði nemendum niður á nokkra daga…

Lesa meira
05 des'18

Jólaskemmtanir – 1. – 4. bekkur

Dagskráin síðustu tvo dagana Miðvikudaginn 19. desember verður engin kennsla að morgni hjá 1. – 4. bekk en nemendur mæta á jólaskemmtanir þennan dag. Foreldrar og forráðamenn eru velkomnir á jólaskemmtanirnar, svo og yngri systkini. Þess er vænst að foreldrar gangi með börnum sínum kringum jólatréð. Foreldrar geta geymt yfirhafnir hjá stofum barna sinna.  Nemendur…

Lesa meira
05 des'18

Jólaskemmtanir – 5. til 7. bekkur

Dagskráin síðustu tvo dagana fyrir jólafrí Miðvikudaginn 19.desember verður kennsla frá 8:40 – 11:15 hjá umsjónarkennurum, engar sérgreinar þennan dag. Morgunhressing má vera að eigin vali þennan dag. Nemendur borða ekki hádegismat í skólanum. Fimmtudaginn 20. desember er engin kennsla að morgni hjá nemendum í 5. – 7. bekk, en jólaskemmtanir eftir hádegið. Foreldrar og…

Lesa meira
13 nóv'18

Skáld í skólum 2018

Til okkar komu í heimsókn á dögunum Þau: Arndís Þórarinsdóttir, Bergrún Íris Sævarsdóttir, Bryndís Björgvinsdóttir og Davíð Stefánsson.  Þau  taka þátt í  bókmenntadagskránni  Skáld í skólum Þar sem höfundar koma í heimsókn í grunnskólana og fjalla um bókmenntir af ýmsu tagi. Þau sögðu frá ýmsu skemmtilegu eins og t.d. frá því hvernig  hugmynd fæðist og…

Lesa meira
04 okt'18

Hausthátíð og Ólympíuhlaupið 2018

Veðrið hefur leikið við okkur tvo síðustu daga vikunnar. Sem var heppilegt því hausthátíð foreldrafélagsins var á fimmtudeginum og Ólympíuhlaup ÍSÍ á föstudeginum. Að venju var vel mætt á hausthátíðina. Veltibíllinn kom, yngri nemendur fengu andlitsmálningu hjá þeim eldri, BMX hjól mættu og sýndu listir sínar, skólalúðrasveitin tók nokkur lög og síðan renndu nemendur sér…

Lesa meira
04 okt'18

Grunnskólamótið í knattspyrnu 2018

Í síðustu viku tóku nemendur í 7. bekk þátt í Grunnskólamóti KSÍ í knattspyrnu. Bæði stelpu- og strákaliðið stóðu sig vel og voru skólanum sínum til sóma. Allt voru þetta hörkuleikir. Það er nú sjaldnast svo að allir leikir endi með sigri. Stelpurnar sigruðu Vættaskóla, Háaleitisskóla og Selásskóla og komust í undanúrslit. Þar féllu þær…

Lesa meira
04 okt'18

Nýtt vefútlit

Í dag var nýr vefur Breiðgerðisskóla birtur. Á honum má lesa allar helstu upplýsingar um skólann og skipulag starfseminnar. Við birtum einnig fréttir af skólastarfinu. Stefnan er að uppfærslur verði sem tíðastar þannig að vefurinn verði lifandi og lýsi vel því sem er að gerast í skólanum. Vonandi eru allir sáttir við nýja útlitið. Við…

Lesa meira