Skip to content

Framkvæmdir í búningsklefum í sundi

Glæsileg búningsaðstaða fyrir nemendur er að taka á sig mynd við sundlaugina. Framkvæmdir eru langt á veg komnar. Ekki næst þó að klára þetta fyrir skólabyrjun þannig að reikna má með að sundkennslan hefjist ekki fyrr en í september. Þangað til allt er tilbúið verða íþróttakennarar með nemendur í hreyfingu og leikjum úti á skólalóð.