Skip to content

Foreldraþing um svefn fimmtudaginn 20. febrúar 2020

Foreldraþingið sem haldið var af Bretri Bústöðum tókst vel. Var reyndar bara býsna skemmtilegt þökk sé líflegum fyrirlesurum. Þeir matreiddu fróðlegt efnið fyrir fundargesti með þeim hætti að fundargestir héldu athyglinni þrátt fyrir að vera lúnir eftir annir dagsins.  Fimmtudagskveldinu var vel varið hjá þeim sem mættu.

Myndin sýnir grunnstoðir heilsu okkar. Eflaust þykir okkur myndin sýna sjálfsagðan sannleika. Það er samt svo að mörg okkar huga ekki nægjanlega að þessum þáttum í . Allir þessir þættir hafa mikil áhrif á námsárangur.

Myndin sýnir eðlilegt svefnmynstur. Við sofum grynnra síðari hluta nætur. Sá hluti svefnsins er ekki síður mikilvægur því þá er heilinn að vinna úr þeim upplýsingum sem hann fékk daginn áður. Ef við sofum of lítið styttist sá tími sem heilinn hefur við þá úrvinnslu og nám dagsins áður nýtist verr.


Á vordögum 2019 tóku foreldrar, grunnskólarnir í hverfinu og fleiri aðilar sig saman og hófu undirbúning verkefnis undir heitinu Betri Bústaðir. Verkefnið er lýðheilsuverkefni sem fjallar um svefn, orkudrykki og rafrettur. Einn liður í þessu verkefni eru nemenda- og foreldraþing. Nem

endaþingin voru haldin í haust og nú er komið að foreldrunum.

Þingið verður haldið í Háskólanum í Reykjavík, Menntavegi 1 fimmtudaginn 20 febrúar kl. 20:00 – 22:00. 

Við hér í Breiðagerðisskóla hvetjum foreldra eindregið til að fjölmenna á þingið enda mikilvægt að við séum öll meðvituð um mikilvægi svefns fyrir börn og unglinga og auðvitað okkur sjálf einnig. Hér geta foreldrar nálgast ýmsan fróðleik um svefn.

Hér er krækja á facebookviðburð tengdum þinginu.

Ráðlagður svefntími barna 6 – 10 ára

Ráðlagður svefntími barna 9 – 12 ára