Skip to content

Foreldraþing um svefn fimmtudaginn 20. febrúar 2020

Á vordögum 2019 tóku foreldrar, grunnskólarnir í hverfinu og fleiri aðilar sig saman og hófu undirbúning verkefnis undir heitinu Betri Bústaðir. Verkefnið er lýðheilsuverkefni sem fjallar um svefn, orkudrykki og rafrettur. Einn liður í þessu verkefni eru nemenda- og foreldraþing. Nemendaþingin voru haldin í haust og nú er komið að foreldrunum.

Þingið verður haldið í Háskólanum í Reykjavík, Menntavegi 1 fimmtudaginn 20 febrúar kl. 20:00 – 22:00. 

Við hér í Breiðagerðisskóla hvetjum foreldra eindregið til að fjölmenna á þingið enda mikilvægt að við séum öll meðvituð um mikilvægi svefns fyrir börn og unglinga og auðvitað okkur sjálf einnig. Hér geta foreldrar nálgast ýmsan fróðleik um svefn.

Hér er krækja á facebookviðburð tengdum þinginu.

Ráðlagður svefntími barna 6 – 10 ára

Ráðlagður svefntími barna 9 – 12 ára