Skip to content

Síma og snjalltækjareglur

Símanotkun nemenda á skólatíma veldur margvíslegum vandkvæðum í skólastarfinu. Þess vegna er ein símaregla í gildi og hún er einföld. Það er ekki leyfilegt að vera með kveikt á farsímanum á skólatíma. Til að koma til móts við óskir foreldra höfum við leyft nemendum að koma með símana sína í skólann en það verður að vera slökkt á þeim allan skóladaginn. Það má ekki kveikja á þeim fyrr en viðkomandi er kominn út úr húsinu. Sömu reglur gilda um önnur snjalltæki.

  1. brot: Kennari ræðir við nemandann. (Hann fær tækifæri til að bæta sig)
  2. brot :Kennari eða stjórnandi hringir við foreldra og óskar eftir því að þeir aðstoði barnið sitt við að fara eftir reglunni
  3. brot: Stjórnandi hringir heim og foreldri beðið um að sjá til þess að nemandi komi ekki með símann í skólann. Í símtalinu er foreldri spurt hvernig það vilji hafa hlutina ef nemandi komi samt með símann í skólann. Möguleikarnir eru að við tökum símann og foreldri sæki hann til stjórnenda eða á skrifstofu, nemandi er sendur heim með símann, foreldri kemur strax í skólann og sækir símann.