Reglur í ferðalögum og vettvangsferðum á vegum skólans
Reglur í ferðalögum og vettvangsferðum á vegum skólans
- Nemendur hafi ávallt í huga að þeir eru fulltrúar skólans í þeim ferðalögum sem farin eru á vegum hans.
- Nemendum ber að koma prúðmannlega fram hvar sem þeir fara á vegum skólans, háttprýði, tillitssemi og virðingu í garð sjálfra sín, og annarra nemenda og starfsfólks.
- Nemendum ber að fara eftir reglum í ferðalögum á sama hátt og innan skólans og hlíta fararstjórn kennara í einu og öllu. Vegna mikillar ábyrgðar kennara í ferðalögum og vettvangsferðum sendir skólinn fleira starfsfólk með, þeim til aðstoðar. Foreldrar hafa einnig aðstoðað í ferðum á vegum skólans.
- Foreldrar þurfa að gefa skriflegt leyfi vegna þátttöku nemenda í vettvangsferðum
skólans