Skip to content

Opnun skólans á morgnana

Að öllu jöfnu er gert ráð fyrir að nemendur komi í skólann kl. 8:40 þegar kennsla hefst samkvæmt stundaskrá. Ef foreldrar nemenda í 1. - 3. bekk þurfa koma börnum sínum fyrr í skólann vegna vinnu sinnar þarf að sækja sérstaklega um það. Tekið skal fram að hér er ekki um skipulagða gæslu að ræða heldur eru börnin undir eftirliti í skólanum þar til fyrsta kennslustund hefst. Þessi þjónusta er ókeypis en þar sem við höfum takmarkaðan mannafla yfir að ráða biðjum við foreldra um að nýta sér þetta ekki nema nauðsyn beri til. Þeir sem ætla að nýta sér þessa þjónustu sæki um það á skrifstofu skólans á netfangið breidagerdisskoli@rvkskolar.is

Í einhverjum tilvikum gætu foreldrar eldri nemenda þurft að nýta sér þessa þjónustu. Þeir eru vinsamlegast beðnir um að sækja um það með sama hætti og foreldrar yngri nemenda.

Nemendum er hleypt inn á stofuganga kl. 8:35 svo þeim gefist ráðrúm til að ganga frá úlpum, húfum og skóm áður en kennslustund hefst.