Skip to content

Mataráskrift

Gjald verður 9.800 kr. á mánuði. Foreldrar greiða skólamáltíð fyrir tvö börn en önnur njóta 100% afsláttar.

Mánaðarlegt gjald er innheimt 9 sinnum á skólaári frá september til maí.

Innheimta vegna mötuneyta grunnskóla Reykjavíkur er þannig háttað að stofnuð er krafa í banka með gjalddaga í byrjun þess mánaðar sem innheimt er fyrir og 30 dögum síðar er eindagi.

Boðið er upp á eftirfarandi greiðslumáta:

  • Boðgreiðslur (kreditkort, númer og gildistími gefið upp á skrifstofu skólans).
  • Beingreiðslur (Hafa samband við eigin viðskiptabanka).
  • Greiðsluseðill í pósti.

Ofnæmi eða fæðuóþol

Mikilvægt er að skólinn sé upplýstur um það ef barn er haldið ofnæmi eða fæðuóþoli. Hér má nálgast eyðublað sem skila þarf til skólans á hverju ári.

 

 Nánar um skólamötuneyti má finna á vef Reykjavíkurborgar.