Hjól, hlaupahjól, hjólabretti o.fl.
Hjól, hlaupahjól, hjólabretti o.þ.h.
Breiðagerðisskóli vill vera heilsueflandi skóli og er þess vegna hlynntur flestu því sem stuðlar að hollri og góðri hreyfingu.
Við hvetjum alla þá sem í skólann koma, nemendur, starfsfólk, foreldra og aðra þá sem eiga erindi í hann að koma gangandi, hjólandi, á hjólabretti eða hlaupahjóli. Eftirfarandi reglur gilda þó:
- Hjól, hjólabretti og hlaupahjól eru í skólanum á ábyrgð eigenda.
- Hjól og hlaupahjól þurfa að geymast úti.
- Hjólabretti má ekki geyma í kennslustofum eða á göngum. (Erum að finna lausn á þessu)
- Það má ekki vera á hjólum á skólalóðinni á skólatíma vegna slysahættu.
- Nemendur í 4. – 7. bekk mega vera á hlaupahjólum og hjólabrettum á skólalóðinni í frímínútum norðan megin við skólann.