Skip to content

Foreldrafélag Breiðagerðisskóla

Almennar upplýsingar

Félagar í foreldrafélagi Breiðagerðisskóla eru allri foreldrar/forráðamanna barna í skólanum. Foreldrafélag er formlegur samstarfsvettvangur foreldra/forráðamanna þar sem þeim gefst kostur á að ræða skólagöngu barna og hvaðeina sem snertir uppeldi og menntun. Við Breiðagerðisskóla hefur verið starfandi foreldrafélag frá árinu 1979.

Foreldrafélagið aflar fjár með innheimtu félagsgjalda og eftir ýmsum öðrum fjáröflunarleiðum. Félagið nýtur ekki fastra styrkja.

Stjórn félagsins er kosin á aðalfundi sem haldinn er vor hvert. Öllum foreldrum/forráðamönnum barna í skólanum er heimilt að bjóða sig fram til setu í stjórn foreldrafélags Breiðagerðisskóla. Félagið starfar skv. 9 gr. laga um grunnskóla (lög nr. 91/2008). Þar segir að við hvern grunnskóla skal starfa foreldrafélag sem hefur það hlutverk að styðja skólastarfið, stuðla að velferð nemenda og efla tengsl heimila og skóla.Foreldrafélagið setur sér starfsreglur, m.a. um kosningu í stjórn félagsins og kosningu fulltrúa í skólaráð.

Stjórnin skipuleggur vetrardagskrá félagsins í samráði við skólastjórnendur m.a. hausthátíð, jólasamkomu og halloween ball svo eitthvað sé nefnt. Við hlið stjórnar starfa árgangsfulltrúar í hverjum skólaárgangi (sjá undir Árgangafulltrúar).

Lög foreldrafélagsins má nálgast hér:

Fræðsla til foreldra

Foreldrafélagið hlutast við að standa fyrir fræðslu og upplýsingamiðlun til foreldra t.d. með fræðslufundum í samstarfi við foreldrafélög annarra skóla í hverfinu og félagasamtaka foreldra. Með miðlun upplýsinga í gegnum facebook-síðu félagsins o.fl. Foreldrum geta haft samband við foreldrafélagið með því að senda tölvupóst á netf. félagsins: foreldrafelag.breidagerdisskola@gmail.com eða í gegnum facebooksíðu þess.

Hlutverk foreldrafélagsins er eftirfarandi:

  • að styðja við skólastarfið
  • stuðla að velferð nemenda skólans
  • efla tengsl heimilis og skóla
  • hvetja til virkrar þátttöku forráðamanna í skólastarfi
  • hagsmunagæsla, aðhald og eftirlit með skólastarfinu
  • Stjórn foreldrafélagsins gerir sér verkefnaskrá fyrir hvert ár. Nöfn og netföng verða færð inn eftir aðalfund foreldrafélagsins í haust.

Upplýsingar til foreldra

Foreldrafélagið er með facebook síðu þar sem ýmsar gagnlegar upplýsingar er að finna;  https://www.facebook.com/ForeldrafelagBreidagerdisskola/

Tölvupóstfang félagsins er : foreldrafelag.breidagerdisskola@gmail.com

 

Netfang foreldrafélagsins er: foreldrafelag.breidagerdisskola@gmail.com

 

 

Fréttir úr starfi

Boðberi – Fréttabréf Breiðagerðisskóla 17. tölublað

Smelltu hér til að lesa 17. tölublað Boðbera 2022  

Nánar