Skip to content

Fólkið í blokkinni

Fyrr í vetur stigu nemendur í sjötta bekk á svið í salnum okkar. Þeim hafði verið skipt í hópa og átti hver hópur að skrifa handrit og setja síðan upp lítinn leikþátt. Nemendur studdust við gamanþáttaröðina Fólkið í blokkinni sem var sýnd á RUV fyrir nokkru síðan. Afrakstur þessarar vinnu urðu síðan nokkur leikverk. Sem betur fer var myndatökumaður á staðnum þannig að fleiri geta notið sýninganna.