Skip to content

Fáránleikar

Á miðvikudag, fimmtudag og föstudag var hefðbundið skólastarf brotið upp og í staðinn voru leikjadagar. Leikjadagarnir fengu heitið Fáránleikar enda voru leikirnir ekki endilega algengustu íþróttaleikirnir. Nemendum var skipt í lið og í hverju liði voru nemendur frá fyrsta bekk upp í sjöunda. bekk og allir hjálpuðust að við að leysa verkefnin. Liðin voru samtals þrjátíu. Þessa þrjá daga fóru liðin á milli stöðva og leystu einhverja þraut á hverri stöð. Stöðvarnar voru jafn margar og liðin. Tuttugu innistöðvar og tuttugu útistöðvar. Hóparnir fengu ekki langan tíma til að leysa hverja þraut, átta mínútur voru látnar duga. Þar af leiðandi fóru þeir á margar stöðvar á hverjum degi og fjölbreytnin mikil. Ekki var annað að sjá en að nemendur skemmtu sér vel.

Hér eru nokkrar myndir frá miðvikudeginum.