Skip to content
27 nóv'20

Piparkökuskreytingadagur fellur niður

Kæru foreldrar og forráðamenn, sökum gildandi takmarkana í samkomubanni af völdum Covid-19, þá verðum við að fella niður fyrirhugaðan piparköku skreytingadag með jólastemningu sem halda átti næstkomandi laugardag 28.nóvember. Ný dagskrá sem tekur mið af gildandi Covid-19 takmörkunum, mun verða kynnt innan tíðar. Kærar kveðjur, Stjórn Foreldrafélags Breiðagerðisskóla Dear parents and guardians, Due to the…

Lesa meira
03 nóv'20

Skólahlaup, hrekkjavaka og Covid

Veiruskömmin sem herjar á heiminn er búin að setja ansi margt úr skorðum í skólastarfinu þetta árið og gerir enn. Þegar þetta er skrifað er fyrsti dagur þar sem skólastarf er keyrt eftir hertar aðgerðir til varnar Covid smiti tóku gildi. Það er óhjákvæmilegt að aðgerðirnar hafi einhver áhrif á nám nemenda því við urðum…

Lesa meira
08 nóv'19

Nemendaþing um svefn

Sem hluti af verkefninu Betri Bústaðir var haldið heilmikið nemendaþing haldið eftir fyrri frímínúturnar fimmtudaginn 7. nóvember í Breiðagerðisskóla. Nemendaþingið er hluti af verkefninu Betri Bústaðir sem er samstarfsverkefni flestra þeirra aðila sem koma að málefnum barna í Fossvogs- og Bústaðahverfi. Nemendum var skipt upp í aldursblandaða tíu manna hópa. Í hverjum hóp voru nemendur…

Lesa meira
13 ágú'19

Skólasetning 2019

Skólasetning verður 22. ágúst. Bekkirnir mæta á sal á eftirfarandi tímum. 8:30 – 2. bekkur 9:00 – 3. bekkur 9:30 – 4. bekkur 10:00 – 5. bekkur 10.30 – 6. bekkur 11:00 – 7. bekkur Fyrsti bekkur verður boðaður í viðtal hjá umsjónarkennurum. Viðtölin verða 22. og 23. ágúst. Kennsla hefst síðan samkvæmt. stundaskrá föstudaginn…

Lesa meira
04 apr'19

Fáránleikar

Á miðvikudag, fimmtudag og föstudag var hefðbundið skólastarf brotið upp og í staðinn voru leikjadagar. Leikjadagarnir fengu heitið Fáránleikar enda voru leikirnir ekki endilega algengustu íþróttaleikirnir. Nemendum var skipt í lið og í hverju liði voru nemendur frá fyrsta bekk upp í sjöunda. bekk og allir hjálpuðust að við að leysa verkefnin. Liðin voru samtals…

Lesa meira
29 mar'19

Skákmeistari Breiðagerðisskóla 2019

Núna í morgun föstudaginn 29. mars var skólaskákmót Breiðagerðisskóla haldið. Nemendum í 4. – 7. bekk bauðst að taka þátt og nemendum í þriðja bekk sem æfa skák. Þátttakan var einstaklega góð. Svo góð að morguninn var rólegur í kennslunni hjá mörgum kennurum. Þátttakendur voru 103 talsins. Tefldar voru sex umferðir og umhugsunartími var fimm…

Lesa meira
27 mar'19

Boðsundsmót grunnskólanna 2019

Þriðjudaginn 26.mars var haldið boðsundskeppni Grunnskólanna í Laugardalslaug. Um 50 skólar tilkynntu þátttöku sína í ár og einn af þeim var Breiðagerðisskóli. Mótið fer þannig fram að í hverju liði eru fjórir strákar og fjórar stelpur. Hver sundmaður syndir síðan eina leið eða 25 m. Okkar liði gekk glimrandi vel og urðu þau í átjánda…

Lesa meira
22 mar'19

Grunnskólamótið í skák 2019

Síðastliðinn laugardag tók skáksveit Breiðagerðisskóla þátt í Íslandsmóti barnaskólasveita í skák fyrir 4.-7. bekk. Skemmst er frá því að segja að sveitin stóð sig frábærlega, endaði í 5. sæti af 37 liðum og sló við mörgum mjög sterkum sveitum eins og Íslandsmeisturum síðasta árs í Álfhólsskóla. Liðsmenn skáksveitar Breiðagerðisskóla voru Einar Dagur 4. bekk, Davíð…

Lesa meira
08 mar'19

Öskudagur 2019

Á miðvikudaginn í síðustu viku var einn af skemmtilegri skóladögum skólaársins, öskudagur. Það fór lítið fyrir lestri, skrift og reikningi þann dag. Húsið fylltist af allra handa kynjaverum sem ferðast frjálst um húsið. Víða um skólann voru stöðvar þar sem verurnar gátu fundið sér eitthvað að gera. Í salnum stjórnaði eitthvað fólk sem enginn þekkti…

Lesa meira
22 jan'19

Lestrarátak Ævars

Nú er lestrarátak Ævars vísindamanns í fullum gangi. Skólasafnið hvetur auðvitað alla til að vera með í lestrarátakinu í ár. Nú fer hver að verða síðastur því þetta er síðasta lestrarátakið sem Ævar stendur fyrir. Hér fyrir neðan eru reglurnar. Lestrarmiðana er hægt að fá á skólasafninu. Lestu það sem þig langar til að lesa.…

Lesa meira