Skip to content

Bólusetning nemenda fæddir 2009

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum eru bólusetningar 12-15 ára barna á höfuðborgarsvæðinu fyrirhugaðar 23. og 24. ágúst í Laugardalshöll. Seinni bólusetningin mun sennilega verða 13. og 14. september.   Foreldrar sem þiggja bólusetningu fyrir börn sín eru beðnir um að fylgja börnum sínum og þannig veita þeir samþykki fyrir bólusetningunni. Foreldrar munu sitja við hlið barna sinna í bólusetningunni. Boð verða ekki send en foreldrar eru beðnir um að mæta með börnum sínum eftir eftirfarandi skipulagi.

Árgangur 2009

Börn fædd í janúar kl. 12:40
Börn fædd í febrúar kl. 12:50
Börn fædd í mars kl. 13:00
Börn fædd í apríl kl. 13:10
Börn fædd í maí kl. 13:20
Börn fædd í júní kl. 13:30
Börn fædd í júlí kl. 13:40
Börn fædd fyrir 25. ágúst kl. 13:50

Börn sem eru fædd eftir 24. ágúst mun bjóðast bólusetning síðar.