Skip to content

Boðsundsmót grunnskólanna 2019

Þriðjudaginn 26.mars var haldið boðsundskeppni Grunnskólanna í Laugardalslaug. Um 50 skólar tilkynntu þátttöku sína í ár og einn af þeim var Breiðagerðisskóli. Mótið fer þannig fram að í hverju liði eru fjórir strákar og fjórar stelpur. Hver sundmaður syndir síðan eina leið eða 25 m. Okkar liði gekk glimrandi vel og urðu þau í átjánda sæti.

Lið Breiðagerðisskóla

Stelpurnar sem kepptu eru Álfdís í 7. bekk, Lára Guðbjörg í 6. bekk, Júlía í 6. bekk og Áslaug Margrét í 5. bekk.

Strákarnir sem kepptu eru Pétur í 7. bekk, Davíð Ómar í 6. bekk, Riccardo í 6. bekk og Stefán Hugi í 5. bekk.