Skip to content

Velkomin á vef Breiðagerðisskóla

Skóladagatal

18 jan 2021
  • Skipulagsdagur / Planning day

    Skipulagsdagur / Planning day
22 jan 2021
  • Höfuðfatadagur - Hatday

    Höfuðfatadagur - Hatday
29 jan 2021
  • Samtalsdagur / Parent - teachers meeting

    Samtalsdagur / Parent - teachers meeting
IMG_7701

Velkomin á heimasíðu

Breiðagerðisskóla

Breiðagerðisskóli er grunnskóli með um það bil 400 nemendur í 1. – 7. bekk. Grunngildin í skólastefnu skólans kristallast í einkunnarorðunum menntun – samvinna – vellíðan. Menntun vísar til meginhlutverks skólans sem menntastofnunar og að veita nemendum þá grunnþekkingu sem þeir þurfa fyrir áframhaldandi nám, leik og störf. Samvinna og vellíðan vísa síðan í forsendur þess að ná árangri í námi. Lögð er áhersla á að vinna með nemendum að góðum jákvæðum samskiptum til að skapa jákvæðan skólabrag og litið er á hvern árgang sem eina heild. Kennslufræðilegur grunnur skólastarfsins byggir á einstaklingsmiðuðu námi og gengið er út frá því að þarfir nemenda séu ólíkar.