Skip to content

Velkomin á vef Breiðagerðisskóla

Nemendaþing um svefn

08 nóvember 2019

Skólasetning 2019

13 ágúst 2019

Fáránleikar

04 apríl 2019

Skóla dagatal

19 des 2019
  • Jólaskemmtanir hjá 1. - 4. bekk

    Jólaskemmtanir hjá 1. - 4. bekk

    Jólaskemmtanir hjá 1. - 4. bekk. Nemendur mæta á jólaskemmtun ásamt foreldrum sínum. Þetta eru þrjár skemmtanir sem eru kl. 12:00. 14:00 og 16:00. Foreldrar fá upplýsingar um hvenær þeirra barn er á skemmtun hjá umsjónarkennurum.

20 des 2019
  • Jólaskemmtanir hjá 5. - 7. bekk

    Jólaskemmtanir hjá 5. - 7. bekk

    Nemendur mæta á jólaskemmtun ásamt foreldrum. Þetta eru tvær skemmtanir sem eru kl. 12:30 og 14:30. Foreldrar fá upplýsingar um hvenær þeirra barn á að mæta á jólaskemmtun hjá umsjónarkennurum.

IMG_7701

Velkomin á heimasíðu

Breiðagerðisskóla

Breiðagerðisskóli er grunnskóli með um það bil 400 nemendur í 1. – 7. bekk. Grunngildin í skólastefnu skólans kristallast í einkunnarorðunum menntun – samvinna – vellíðan. Menntun vísar til meginhlutverks skólans sem menntastofnunar og að veita nemendum þá grunnþekkingu sem þeir þurfa fyrir áframhaldandi nám, leik og störf. Samvinna og vellíðan vísa síðan í forsendur þess að ná árangri í námi. Lögð er áhersla á að vinna með nemendum að góðum jákvæðum samskiptum til að skapa jákvæðan skólabrag og litið er á hvern árgang sem eina heild. Kennslufræðilegur grunnur skólastarfsins byggir á einstaklingsmiðuðu námi og gengið er út frá því að þarfir nemenda séu ólíkar.