Breiðagerðisskóli

Grunnskóli,  1.-7. bekkur

Breiðagerði 20
108 Reykjavík

""

Er barnið þitt að byrja í grunnskóla?

Á þessari síðu færðu gagnlegar upplýsingar um skólabyrjun. Eins og til dæmis hvað börnin þurfa að taka með sér í skólann og hvort börnin fái mat á skólatíma.

Skóladagatal

Hér finnur þú skóladagatal Breiðagerðisskóla. Í skóladagatali eru skipulagsdagar skráðir ásamt öðrum mikilvægum upplýsingum fyrir foreldra og forráðamenn.

Matur í grunnskólum

Flestir grunnskólanemendur eru í mataráskrift. Skólamatur kostar það sama í öllum skólum. Ekki þarf að greiða mataráskrift fyrir fleiri en tvö börn frá sama heimili.

Um Breiðagerðisskóla

Breiðagerðisskóli er barnaskóli fyrir nemendur í 1. - 7. bekk. Í skólanum eru um það bil 400 nemendur eða 50 - 60  nemendur í hverjum árgangi. Flestir nemendur skólans koma frá leikskólunum Jörfa, Vinagerði og  Garðaborg. Að loknum 7. bekk flytjast flestir nemendur skólans yfir í Réttarholtsskóla þar sem þeir ljúka grunnskólagöngu sinni.

Skólinn leggur áherslu á að nýta nánasta umhverfi til útikennslu árið um kring. Skólinn er staðsettur í fallegu grónu hverfi í göngufæri við Elliðaárdal. Í skólanum er hátíðarsalur, sundlaug, íþróttasalur og vel skipulögð skólalóð.

Leiðarljós skólans eru menntun - samvinna - vellíðan en í þessum orðum kristallast þau gildi sem skólinn byggir á. Menntun vísar til aukinnar þekkingar og færni sem skólanum er ætlað að veita nemendum sínum. Samvinna vísar til mikilvægi samstarfs allra þeirra sem tilheyra skólasamfélaginu en jákvæð og góð samskipti og samvinna eru forsendur góðs skólabrag. Vellíðan vísar síðan til þess að góð líðan er forsenda þess að ná árangri.

Frístundaheimilið Sólbúar er fyrir börn í 1.-4. bekk og félagsmiðstöðin Bústaðir býður upp á fjölbreytt og skemmtilegt starf fyrir börn og unglinga.

 

Farsæld barna

Ný lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna hafa tekið gildi. Markmiðið er að tryggja að börn og forsjáraðilar fái rétta aðstoð, á réttum tíma, frá réttum aðilum. Fjölskyldum og börnum sem þurfa snemmtækan stuðning er tryggður aðgangur að tengilið farsældar í nærumhverfi barnsins, svo sem í leikskóla eða grunnskóla. Tengiliður farsældar veitir upplýsingar og leiðbeiningar um þjónustu og stuðlar að því að börn og forsjáraðilar hafi aðgang að þjónustu án hindrana. Til að óska eftir samþættri þjónustu geta börn, ungmenni og forsjáraðilar haft samband við tengilið farsældar.

Tengiliður Breiðagerðisskóla er: Ragna Lára Jakobsdóttir

Nánari upplýsingar um lögin og þjónustuna eru á heimasíðunni farsaeldbarna.is​
 

Skólastarfsemi

Stefnu- og starfsáætlun

Hvað er framundan í Breiðagerðisskóla? Í starfsáætlun finnur þú meðal annars stefnu skólans fyrir síðasta ár, skipulag kennslu og ótalmargt fleira. 

Ýmsar upplýsingar og leiðbeiningar

Hér getur þú nálgast ýmsar upplýsingar og leiðbeiningar sem gott er að vita. 

Foreldrasamstarf

Við erum öll í þessu saman, enda er oft sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Í skólum borgarinnar er markvisst unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að skólastarfi. Foreldrafélag  er starfrækt í öllum skólum Reykjavíkurborgar.

Skólahverfi Breiðagerðisskóla

Í Reykjavík eru mörg skólahverfi og barnið þitt hefur forgang í sinn hverfisskóla. Breiðagerðisskóli er hverfisskóli fyrir íbúa í eftirtöldum götum: Akurgerði, Austurgerði, Ásenda, Ásgarði, Bakkagerði, Básenda, Borgargerði, Breiðagerði, Búðargerði, Bústaðaveg, Byggðarenda, Garðsenda, Grundargerði, Hamarsgerði, Háagerði, Hlíðargerði, Hólmgarði, Hæðargarði, Langagerði, Litlagerði, Melgerði, Mosgerði, Rauðagerði, Réttarholtsvegi, Skógargerði, Sogamýrarbletti, Sogavegi, Steinagerði, Teigagerði og Tunguvegi.