Prenta

Grænmetishlaðborðið

Ritað .

GrænmetishlaðborðNemendur í 5. bekk eru með ávaxta- og grænmetishlaðborð á hverjum föstudegi. Þá kemur hver nemandi með niðurskorið grænmeti eða ávexti og leggur á sameiginlegt hlaðborð og allir smakka á góðgætunum. Hlaðborðið gengur mjög vel og eru krakkarnir mjög spenntir yfir því.

Prenta

Fyrstu dagarnir

Ritað .

Strákar að læraNemendur í 1.bekk hafa verið duglegir að vinna fjölbreytt verkefni í skólanum. Þeir hafa meðal annars verið í stöðvavinnu þar sem þeir leiruðu bókstafina A, S, F og I, skrifuðu stafina í stafahús og lituðu stafina rauða og græna á orðasúpublað. Þessi stöðvavinna gekk mjög vel. Nemendur fóru einnig í verklega stærðfræði þar sem þeir flokkuðu perlur, kubba og rökkubba. Nemendur voru til sóma í þessari vinnu. Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir.

Prenta

Kynningar á starfinu í vetur

Ritað .

Árgangar munu kynna starfið í vetur í þessari og næstu viku. Tímasetningar eru sem hér segir:

Lesið í bókahrúgu1. bekkur: Mánudagur 15. sept. kl. 17:00.

2. bekkur: Fimmtudagur 18. sept. kl. 8:35.

3. bekkur: Þriðjudagur 16. sept kl. 8:35.

4. bekkur: Fimmtudagur 11. sept. kl. 8:45.

5. bekkur: Föstudagur 12. sept. kl. 8:35.

6. bekkur: Þriðjudagur 23. sept. kl. 9:00.

7. bekkur: Fimmtudagur 11. sept. kl. 9:30.

Allar nánari upplýsingar um kynningarnar munu umsjónakennarar senda í tölvupósti. Ágætu foreldrar, Það er svo gott sem skyldumæting á svona kynningu því þið þurfið auðvitað að vera vel upplýst um það sem börnin ykkar munu fást við í vetur.

Sjáumst á kynningunum.

Prenta

Hausthátíð foreldrafélagsins

Ritað .

Sirkus ÍslandsÞað var mikið fjör og gleði í skólanum um eftirmiðdaginn í gær. Foreldrafélagið stóð fyrir árlegri hausthátíð þar sem ýmislegt skemmtilegt var í boði. Skólahljómsveit Austurbæjar gaf tóninn í upphafi hátíðar, pylsur voru grillaðar, sjöundi bekkur seldi kökur í salnum, Sirkus Íslands sprellaði með gesti, spákona spáði fyrir þeim sem vildu eitthvað vita um framtíðina og hápunkturinn var auðvitað vatnsrennibrautin á hólnum. Eins og alltaf segja myndir söguna betur. Endilega skoðið þær hér fyrir neðan.

Prenta

Guðrún kvödd

Ritað .

KveðjuathöfninÁ föstudaginn í liðinni viku var heilmikil athöfn á skólalóðinni. Tilefnið var ærið því skólastjórinn okkar Guðrún Ingimundardóttir var að vinna sinn síðasta starfsdag við skólann. Guðrún helgaði Breiðagerðisskóla allan sinn starfsferil. Hóf störf aðeins tvítug að aldri sem umsjónakennari um það bil sextíu nemenda. Já, þannig var það þá. Í gegnum árin hefur hún fengist við flest það sem í einum skóla er gert og nú 44 árum síðar kveður hún sem skólastjóri. 

Prenta

Skákin að byrja

Ritað .

SkákmennBreiðagerðisskóli hefur valið að kenna skák í þriðja bekk því það er trú okkar að skák hafi jákvæð áhrif á félagsþroska nemenda. Skákin er ákaflega myndræn, hún eflir einbeitingu og rökhugsun nemenda og þjálfar börn að hugsa fram í tímann. Reglur í skák eru mjög skýrar. Síðast en ekki síst eykur þekking á skák fjölbreyttari möguleika nemenda um val á tómstundastarfi sem er alltaf að verða mikilvægari þáttur í lífi nútíma barna. Björn Ívar Karlsson sér um skákkennsluna í vetur. Hér er smá frétt um skákkennsluna.