Prenta

Jákvæð og örugg netnotkun barna

Ritað .

Netnotkun barnaForeldrafélagið býður ÖLLUM FORELDRUM SKÓLANS á fræðslufund þann 15. október klukkan 20:00 um jákvæða og örugga netnotkun barna. Fundurinn verður haldinn í hátíðarsal Breiðagerðisskóla.

Mörg börn eiga snjallsíma sem býður þeim upp á að vera nettengd allan sólarhringinn alla daga vikunnar auk þess sem félagslíf barna fer að stórum hluta fram á netinu. Þau eru þannig í raun borgarar í tveimur samfélögum, samfélagi á netinu og samfélagi utan netsins. Hins vegar fá þau mis mikla leiðsögn um hvernig umgangast beri netið á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Mörg börn eru þar af leiðandi ekki nógu vel upplýst um ýmsar hættur sem steðja að þeim. Má þar helst nefna tælingu, óvarlegar myndbirtingar, rafrænt einelti og netfíkn svo fátt eitt sé nefnt. Því miður er raunin sú að á netinu fyrirfinnst fólks sem villir á sér heimildir í þeim tilgangi að komast í tæri við börn á þessum aldri.

Prenta

Nemendafélag Breiðagerðisskóla 2014-2015

Ritað .

Nú hefur verið kosið í nýtt nemendafélag við Breiðagerðisskóla. Í nemendafélaginu eru sex nemendur úr 5., 6. og 7. bekk, ein stúlka og einn drengur úr hverjum árgangi. Kosningin er leynileg og allir nemendur í áðurnefndum árgöngum eru í framboði.

Á myndinni eru nýkjörnir fulltrúar nemendafélags Breiðagerðisskóla 2014-2015.

Efri röð frá vinstri: Davíð, Alvin Smári, Emilía Nótt, Ísak Ásta Fanney.
Neðri röð frá vinstri: Ýmir Hugi og Íris Fjóla.

Hlutverk nemendafélags er að ræða ýmis hagsmunamál nemenda og hafa forgöngu um að vinna góðum málum framgang í samvinnu við stjórnendur, skólayfirvöld og skólaráð.
Nemendafélagið fundar reglulega yfir veturinn undir stjórn nemendaráðgjafa.
Við óskum nýju fulltrúunum til hamingju og væntum mikils af samstarfinu við þá í vetur

Prenta

3.bekkur stöðvavinna

Ritað .

Nemendur í 3. bekk hafa verið að vinna með söguna ,,Ástarsaga úr fjöllunum“ eftir Guðrúnu Helgadóttur. Nemendur hafa fengið fræðslu um höfund bókarinnar og höfund myndskreytinga og unnið ýmis skemmtileg verkefni tengd bókinni. Miðvikudaginn 8. október var nemendum boðið á tónleika hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands í Hörpu, undir stjórn Guðna Franzsonar tónskálds og Egill Ólafsson var sögumaður. Tónleikarnir voru um söguna ,,Ástarsaga úr fjöllunum“. Vinnan  með bókina hefur verið skemmtileg og fróðleg og margar góðar umræður um eldgos, jarðskjálfta og fleira hafa skapast. Nemendur hafa verið áhugasamir þar sem auðvelt hefur verið að tengja efni bókarinnar við fréttir og daglegt lífi þessa dagana meðan eldgosið er í Holuhrauni. Föstudaginn 10. október enduðum við vikuna á skemmtilegri stöðvavinnu. 

Prenta

Heimsókn jarðeðlisfræðings

Ritað .

Jarðeðlisfræðingur í heimsóknFyrir nokkru heimsótti okkur jarðeðlisfræðingurinn Sigurlaug Hjaltadóttir, en hún er jafnframt foreldri í 2. bekk. Hún útskýrði fyrir börnunum, bæði í máli og myndum, af hverju það verða stundum gos á Íslandi og sýndi okkur myndir m.a. frá gosinu í Holuhrauni. Þetta var mjög áhugaverð og skemmtileg heimsókn og urðu bæði börn og fullorðnir margs vísari.

Prenta

Grænmetishlaðborðið

Ritað .

GrænmetishlaðborðNemendur í 5. bekk eru með ávaxta- og grænmetishlaðborð á hverjum föstudegi. Þá kemur hver nemandi með niðurskorið grænmeti eða ávexti og leggur á sameiginlegt hlaðborð og allir smakka á góðgætunum. Hlaðborðið gengur mjög vel og eru krakkarnir mjög spenntir yfir því.

Prenta

Fyrstu dagarnir

Ritað .

Strákar að læraNemendur í 1.bekk hafa verið duglegir að vinna fjölbreytt verkefni í skólanum. Þeir hafa meðal annars verið í stöðvavinnu þar sem þeir leiruðu bókstafina A, S, F og I, skrifuðu stafina í stafahús og lituðu stafina rauða og græna á orðasúpublað. Þessi stöðvavinna gekk mjög vel. Nemendur fóru einnig í verklega stærðfræði þar sem þeir flokkuðu perlur, kubba og rökkubba. Nemendur voru til sóma í þessari vinnu. Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir.